fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Fellibylurinn Milton veldur gríðarlegu tjóni – Sjáðu myndböndin

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. október 2024 07:41

Fellibylurinn Helene olli miklu tjón.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fellibylurinn Milton gekk á land í Flórída skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma og hefur hann þegar valdið miklu tjóni á ferð sinni. Yfirvöld hafa staðfest að „margir“ séu látnir en nákvæmar tölur þar að lútandi liggja ekki fyrir. Heimavöllur bandaríska hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays er mikið skemmdur eftir óveðrið.

Milton var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land en hann er nú metinn sem fyrsta stigs fellibylur. Það breytir því þó ekki að honum fylgir mikill vindur, úrkoma og sjávarflóð.

Hvirfilvindar létu að sér kveða í St. Lucie-sýslu í Flórída samhliða fellibylnum og jöfnuðu þeir um hundrað heimili og fyrirtæki nánast við jörðu. Yfirvöld segja að „margir“ hafi látist í sýslunni en á samfélagsmiðlum má sjá myndir af mikið skemmdum húsum og bílum á hvolfi.

Rafmagnsleysi er útbreitt á áhrifasvæði fellibylsins og er talið að um þrjár milljónir manna séu án rafmagns.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að byggingakrani hafi fallið af þaki nýbyggingar í St. Petersburg og lenti hann á gluggum skrifstofubyggingar Tampa Bay Times. Engin slys urðu á fólki sem betur fer en tjónið er mikið. Reiknað er með því að fellibylurinn gangi yfir Flórída síðar í dag og fari út á Atlantshafið.

Í umfjöllun BBC kemur fram að mikil sjávarflóð séu víða og einkum á svæðum þar sem fólk var hvatt til að yfirgefa heimili sín. Þykir ljóst að verr hefði farið ef viðvaranir hefðu verið gefnar út seinna.

Byggingakrani féll um koll:

Skyndiflóð hafa sett heilu hverfin á bólakaf:

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Í gær

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“