Milton var fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land en hann er nú metinn sem fyrsta stigs fellibylur. Það breytir því þó ekki að honum fylgir mikill vindur, úrkoma og sjávarflóð.
Hvirfilvindar létu að sér kveða í St. Lucie-sýslu í Flórída samhliða fellibylnum og jöfnuðu þeir um hundrað heimili og fyrirtæki nánast við jörðu. Yfirvöld segja að „margir“ hafi látist í sýslunni en á samfélagsmiðlum má sjá myndir af mikið skemmdum húsum og bílum á hvolfi.
Rafmagnsleysi er útbreitt á áhrifasvæði fellibylsins og er talið að um þrjár milljónir manna séu án rafmagns.
Í umfjöllun Mail Online kemur fram að byggingakrani hafi fallið af þaki nýbyggingar í St. Petersburg og lenti hann á gluggum skrifstofubyggingar Tampa Bay Times. Engin slys urðu á fólki sem betur fer en tjónið er mikið. Reiknað er með því að fellibylurinn gangi yfir Flórída síðar í dag og fari út á Atlantshafið.
Í umfjöllun BBC kemur fram að mikil sjávarflóð séu víða og einkum á svæðum þar sem fólk var hvatt til að yfirgefa heimili sín. Þykir ljóst að verr hefði farið ef viðvaranir hefðu verið gefnar út seinna.
Avenir neighborhood in Palm Beach Gardens @NWSMiami #florida #milton pic.twitter.com/qnotrsSE27
— Brooke Silverang (@WPBF_BROOKE) October 9, 2024
BREAKING REPORT: Charlotte Harbor,
Florida UNDER WATER with Milton still 2 hours off shore..9-13 foot storm surge expected in Sarasota, FL..
Extreme wind warning for Tampa to Bradenton.. pic.twitter.com/mZm2GEwKX7
— Chuck Callesto (@ChuckCallesto) October 9, 2024
We’re a three man crew now. My coworker, David, rescuing a cat who took shelter under our car from Hurricane Milton. I’m glad someone walking by told us they heard meowing. pic.twitter.com/9nRFM4PqPf
— Christopher Salas (@ChristopherS_DC) October 9, 2024
Roof is gone at Tropicana Field #milton #rays
Video by: Nick Friedman@mysuncoast @WESH pic.twitter.com/VME6Um351J
— Nick Burch (@PageWebber) October 10, 2024
A devastating force hit Florida. Hurricane #Milton and its power !#miltonhurricane #Florida #Tampa #Huracan #HurricanMilton pic.twitter.com/OPW84eFZ7I
— Suhani🇮🇳 (@suhani312) October 10, 2024