fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hnakkrifust og létu ljót orð falla þegar rætt var um Aron Einar – „Ég elska hann út af lífinu en finnst umræðan skrýtin“

433
Föstudaginn 4. október 2024 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson hnakkrifust í Þungavigtinni í dag þegar rætt var um Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta.

Aron Einar átti að snúa aftur í landsliðið í næstu viku en vegna smávægilegra meiðsla gat hann ekki gefið kost á sér.

„Mér finnst umræðan um Aron Einar skrýtin, ég elska hann út af lífinu en finnst hún skrýtin. Spilaði nokkra leiki með Þór og svo einn leik í Katar, hann spilar leik í Meistaradeild og enginn veit hvort einhverjir geta eitthvað í liðinu,“ sagði Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA.

Aron samdi við Al-Gharafa í Katar á dögunum. Aron lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa á þriðjudag í Meistaradeildinni í Asíu en þar meiddist hann lítillega. Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands hafði ætlað að velja Aron í hópinn fyrir leiki gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.

Á fréttamannafundi í fyrradag sagði Hareide að Aron væri á leið í myndatöku og það færi eftir því hvað kæmi úr henni hvort Aron kæmi inn í hópinn en svo kom í ljós að hann gæti það ekki. „C´mon, hann spilar einn leik í Katar. Það var talað um að á meðan hann væri í Þór þá ætti hann ekki séns í leikinn en svo er það eftir einn leik í Katar,“ sagði Mikael.

Kristján reiddist aðeins vegna þessara ummæla Mikaels. „Hann náði í þrjá punkta í keppni þar sem mörg frábær lið eru, Cristiano Ronaldo veistu hver það er? Þú horfir ekki á fótbolta. Hann er að spila í þessari deild, Joselu sem tryggði Real Madrid sigur í Meistaradeildinni spilar með Aroni,“ sagði Kristján.

„Hann og Sverrir Ingi eru besta hafsentapar sem við getum notað í dag, þetta par gæti komið okkur á HM.“

Þeir félagar rifust eins og hundur og köttur eftir þetta og voru ljót orð látin falla en Mikael hélt svo áfram. „Þarf hann ekki að fara að spila eins og aðrir leikmenn tíu leiki, það er ekki verið að velja hann af því að hann er að spila vel. Af hverju var hann ekki valinn í síðasta mánuði?,“ sagði Mikael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Magnaður Messi minnti á gamla tíma og skoraði stórkostlegt mark

Magnaður Messi minnti á gamla tíma og skoraði stórkostlegt mark
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra