fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Segist hafa mætt í „freak-off“ kynlífspartý hjá Diddy – „Þetta var ruglað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. október 2024 10:29

Jeff Wittek og Sean Diddy Combs. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan og grínistinn Jeff Wittek segir að hann hafi séð fólk stunda kynlíf í einni af alræmdu veislum tónlistarmannsins Sean „Diddy“ Combs.

Diddy var þekktur fyrir að halda villt og tryllt partý sem voru vinsæl hjá stjörnunum. Rapparinn er sem stendur í gæsluvarðhaldi sakaður um að kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun. Hingað til hafa fjöldi kvenna stigið fram og sakað hann um brot gegn sér en Diddy er eins sagður hafa þvingað konur og kynlífsverkafólk til að taka þátt í kynsvalli sem hann hélt fyrir nafntogaða einstaklinga. Hann tók svo myndbönd af orgíunum og jafnvel notað til að kúga fólk. Meðal annars halda saksóknarar því fram að hann hafi gengið svo nærri kynlífsverkafólkinu og gestum í kynsvallinu að fólk þurfti að fá næringu í æð eftir fíkniefnaneyslu, vökvatap og örmögnun.

Diddy er sagður hafa kallað kynlífspartýin sín „freak offs.“ Hann er sagður hafa borgað flug undir vændiskonur frá öllum heimshornum til að taka þátt í kynsvallsveislum sem stundum stóðu yfir í nokkra daga. Diddy er sagður hafa skipulagt þessar veislur og stýrt þeim og meðal annars „stundað sjálfsfróun“ á meðan á þeim stóð.

Sjá einnig: Augnablikið sem sagði stjörnugestunum að yfirgefa partý Diddy áður en allt færi úr böndunum

„Því hærra sem þú fórst, því furðulegri hluti sástu“

Wittek segir að hann hafi mætt í „freak-off“ partý hjá Diddy þegar hann var tvítugur. Hann er í dag 34 ára og heldur úti hlaðvarpinu Jeff FM.

Hann segir að kynsvallið hafið verið á heimili Diddy í Miami. „Húsið var á átta hæðum eða eitthvað […] og því hærra sem þú fórst, því furðulegri hluti sástu.“

Samkvæmt Wittek mætti hann í „nærfata kynlífspartý“ í kringum árið 2010 eftir að hafa fengið boð í gegnum kunningja sinn, sem tók upp tónlistarmyndband með Diddy.

Wittek bjóst við að mæta í nokkuð hefðbundið partý, hann vissi að veislur Diddy væru eftirsóttar og þekktar fyrir að vera trylltar, en ekkert hefði getað undirbúið hann fyrir það sem hann sá.

Hann mætti í venjulegum polo stuttermabol en kunningi hans og vinkona hennar voru fáklæddar og í litlum bol. „Það sást í geirvörturnar þeirra,“ segir Wittek sem var hissa að sjá þær svona klæddar.

„Ég spurði: „Ætlið þið svona?“ og þær sögðu: „Þú skilur ekki hvernig þessi partý eru.“ Og ég skildi það ekki, því ég sá fólk stunda kynlíf þarna þetta kvöld.“

Þetta var í fyrsta skipti sem Wittek varð vitni að einhverju svona löguðu. „Tók ég þátt? Nei, en ég datt verulega í það. Þetta var ruglað. Ég var bókstaflega þarna.“

Sjá einnig: „Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli