fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Garðabær hefur áhyggjur af áhrifum Coda Terminal á vatnsból

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 27. september 2024 16:30

Málið var rætt í skipulagsnefnd í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur áhyggjur af því að ekkert er minnst á vatnsbólin norðaustan við Kleifarvatn í greiningarvinnu tengdu Coda Terminal í Hafnarfirði. Einnig telur nefndin að leita hefði átt umsagnar Garðabæjar við umhverfismat þar sem framkvæmdin hafi áhrif innan marka bæjarins.

Þetta kom fram í meðferð málsins á fundi skipulagsnefndar Garðabæjar í gær, 26. september.

Mikið hefur verið fjallað um Coda Terminal, niðurdælingarverkefni Carbfix sunnan við Vallahverfið í Hafnarfirði. Stór hópur íbúa hefur barist gegn verkefninu og þrýst á um íbúakosningu. Hafa margir íbúar áhyggjur af raski grunnvatns og fleiru.

Á fundinum lét nefndin bóka að tekið væri undir atriði sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar um málið, það er þann 29. ágúst. Í umsögninni segir að lítið sem ekkert hafi verið fjallað um áhrif framkvæmdarinnar á yfirborðsvatnshlotið né grunnvatnshlotið Kleifarvatn þó svo að töluverðra áhrifa sé þar að vænta, eða eins meters hækkun grunnvatns. Ekki sé heldur gert grein fyrir áhrifum á grunnvatnshlotið Stór-Reykjavík eða yfirborðshlotið Vífilsstaðavatn.

Sjá einnig:

Garðabær óskar eftir skýringum frá Hafnarfjarðarbæ vegna Coda Terminal – Gæti haft áhrif á grunnvatn í Garðabæ

„Skipulagsnefnd tekur undir þau atriði sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar um að gera þurfi grein fyrir áhrifum á yfirborðsvatnshlotið og grunnvatnshlotið Kleifarvatn,“ segir í bókun nefndarinnar. „Nefndin minnir auk þess á að í greinargerð heildarendurskoðunar vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu eru tilgreindar niðurstöður úr greiningarvinnu Vatnaskila. Þar kemur m.a. fram að einn af framtíðarmöguleikum vatnsöflunar á höfuðborgarsvæðinu er í Fagradal norðaustan við Kleifarvatn en ekki verður séð að minnst sé á þann álitlega vatnstökustað, hvorki í umhverfismatsskýrslu né í umsögnum.“

Þar sem áhrif á grunnvatn séu metin óviss í umhverfismati vill nefndin passa upp á að vöktun og mótvægisaðgerðum verði framfylgt. Einnig að leita hefði átt umsagnar Garðabæjar við umhverfismatið. Hugsanleg áhrif framkvæmdarinnar teygi sig inn fyrir bæjarmörk Garðabæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala