fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Birkir Heimisson á leið aftur í Val – Var seldur til Þórs í vor en fer aftur á Hlíðarenda

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. september 2024 12:50

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Heimisson miðjumaður Þórs á Akureyri er að öllum líkindum að ganga aftur í raðir Vals samkvæmt heimildum 433.is.

Birkir gekk í raðir Þórs frá Val í vor og lék með uppeldisfélagi sínu í Lengjudeildinni í sumar. Þessi öflugi miðjumaður er aftur á leið á Hlíðarenda.

„Það er ekkert orðið staðfest, ég veit það ekki. Það verður að koma í ljós og gerist líklega á næstu dögum,“ segir Birkir í samtali við 433.is.

Birkir er öflugur miðjumaður sem er fæddur árið 2000 en hann kom til Vals árið 2020 eftir dvöl í Hollandi sem atvinnumaður.

Samkvæmt heimildum 433.is er Valur að kaupa Birki aftur frá Þór. Birkir lék 17 leiki með Þór í Lengjudeildinni í sumar og skoraði í þeim fimm mörk.

Það vakti nokkra athygli þegar Valur seldi Birki rétt fyrir mót en félagið er nú að krækja í kappann á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar