fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Prins kominn með vinnu en það má ekki segja hvar

Fókus
Þriðjudaginn 10. september 2024 19:30

Sverrir Magnús prins af Noregi. Mynd/Per Ole Hagen/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Magnús prins af Noregi er kominn með vinnu og mögulega kærustu en því er hins vegar haldið leyndu hvar hann er að vinna.

Sverrir Magnús er yngra barn Hákons krónprins og Mette Marit krónprinsessu. Hann er í þriðji í erfðaröðinni að norsku krúnunni, næst á eftir föður sínum og eldri systur, Ingiríði Alexöndru.

Norska ríkissjónvarpið NRK greinir frá því að prinsinn sé fluttur til Þrándheims og sé þar í vinnu á ótilgreindum stað.

Það virðist ýmislegt einnig benda til þess að prinsinn sé kominn með kærustu en umrædd kona ku heita Amalie Giæver Macleod en Sverrir Magnús bauð henni með sér í brúðkaup Mörtu Lovísu prinsessu, föðursystur hans, sem giftist bandarískum seiðkarli um liðna helgi.

Amalie Giæver Macleod er einnig flutt til Þrándheims til að starfa í listagalleríi.

Mette Marit segir að sonur hennar verði þó aðeins í Þrándheimi fram að jólum. Hann sé með vinnu þar en ekki verði gefið upp hver vinnustaðurinn er.

Prinsinn er orðinn 18 ára og útskrifaðist úr framhaldsskóla í Osló í vor. Ekki er vitað hvort hann hyggur á frekara nám eða hvað hann muni taka sér fyrir hendur í framtíðinni.

Eldri systir hans mun erfa krúnuna á eftir föður þeirra en krónprinsinn segist búast við því að sonur hans muni finna sinn eigin farveg í lífinu. Hákon segist alveg eins eiga von á því að Sverrir muni gegna opinberu hlutverki í framtíðinni upp að einhverju marki. Það standi hins vegar ekki til að hann muni gegna konunglegum skyldum í fullu starfi eins og systir hans og því verði prinsinn að finna út úr því sjálfur hvað hann vilji gera í lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“
Fókus
Í gær

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 1 viku

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?