fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 9. september 2024 20:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið tapaði 4-1 gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld en leikið var ytra, íslenska liðið lenti í tvígang undir.

Tyrkir komust yfir á annari mínútu leiksins þegar Jóhann Berg Guðmundsson tapaði boltanum á miðsvæðinu. Guðlaugur Victor Pálsson var svo sofandi í varnarleiknum og Kerem Akturkoglu setti knöttinn í netið.

Íslenska liðið jafnaði þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en Guðlaugur Victor stangaði þá knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg.

Kerem Akturkoglu skoraði svo aftur í síðari hálfleik en aftur virkaði Guðlaugur Victor illa staðsettur og var skömmu síðar tekinn af velli. Það var svo undir restina sem Akturkoglu fullkomnaði þrennuna.

3-1 tap staðreynd en Ísland er með þrjú stig í riðlinum en Wales er með fjögur stig  eftir sigur á Svartfjallaland í kvöld en Tyrkir eru einnig með fjögur stig.

Einkunnir 433.is eru hér að neðan.

Einkunnir:

Hákon Rafn Valdimarsson 5
Gerði margt ágætt í leiknum en oft hefði maður hann séð verja hið minnsta eitt af þeim mörkum sem Tyrkir skoruðu.

Guðlaugur Victor Pálsson (´60) 4
Skoraði markið á laglegan hátt en var illa áttaður í fyrstu tveimur mörkum Tyrkja.

Hjörtur Hermannsson 5
Gerði ágætlega úr því sem var í gangi en gerði sig sekan um mistök í þriðj markinu.

Daníel Leó Grétarsson 4
Oft átt betri leik en fann sig betur þegar leið á.  Illa staðsettur í fyrsta markinu.

Kolbeinn Birgir Finnsson 5
Átti ágætan leik og nýtti þau tækifæri sem gáfust til að æða upp völlinn

Mikael Neville Anderson (´46) 5
Duglegur en kom ekki með mikið á borðið í kvöld.

Stefán Teitur Þórðarson 7 – Maður leiksins
Frábær gluggi fyrir Stefán, var góður á föstudag og jafnvel enn betri í dag. Stimplar sig inn í byrjunarliðið fyrir næstu leiki.

Jóhann Berg Guðmundsson 5
Var mjög ólíkur sjálfum sér til að byrja með og gerði mistök í fyrsta markinu sem Tyrkir skoruðu, vann sig inn í leikinn og átti góða hornspyrnu sem skilaði marki.

Jón Dagur Þorsteinsson (´60) 5
Nokkrir sénsar fram á við sem náðist ekki að nýta en var kröftugur.

Gylfi Þór Sigurðsson (´60) 5
Gylfi komst ekki nóg í boltann eins og aðrir sóknarmenn Íslands.

Andri Lucas Guðjohnsen 5
Klaufskur í þeim sénsum sem hann fékk.

Varamenn:

Willum Þór Willumsson (´46) 5
Orri Steinn Óskarsson (´60) 5
Valgeir Lunddal (´60) 6
Arnór Ingvi Traustason (´60) 5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun