fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. september 2024 11:30

Daníel Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Gunnarsson, sem var sakfelldur fyrir rúmu ári fyrir morð og limlestingu á líki, hefur fallist á dóm án þess að játa sekt í barnaníðsmáli.

Daníel er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað í Kern-sýslu Kaliforníu-ríkis.

Sjá einnig: Daníel dæmdur sekur fyrir morð og lim­lestingu á líki – Búist við að hann verði dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar

Vísir greinir frá því að Daníel neitaði sök í barnaníðsmálinu og gerði dómsátt við ákæruvaldið um að hann myndi hljóta dóm fyrir þrjá af tólf ákæruliðum málsins. Hann er þannig sakfelldur fyrir lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri. Daníel var einnig ákærður fyrir að þvinga barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis, og fyrir fyrir vörslu barnaníðsefnis.

Refsing Daníels verður ákvörðuð í nóvember, en samkvæmt ákærunni áttu brotin sér stað frá árinu 2016 til 2021.

Daníel afplánar 25 ára dóm vegna morðs á skólasystur sinni, Katie Pham, þann 18. maí 2021. Vikurnar fyrir morðið höfðu Katie og Daníel átt í stuttu ástarsambandi en hann neitaði sök í málinu. Lík Pham fannst í bílskúr á heimili stjúpföður Daníels og var Daníel handtekinn á vettvangi. Pham var með fjölda stungu­áverka á lík­ama og höfði sem drógu hana til dauða, en talið er að Daní­el hafi stungið hana með ís­nál. Þá var honum gefið að sök að hafa snert lík Pham með kyn­ferðis­leg­um hætti og var búið að fletta upp skyrtu henn­ar og toga bux­urn­ar niður þegar lög­regla kom að henni lát­inni á dýnu á gólfi bíl­skúrs­ins.

Staðarmiðillinn Bakersfield Californian hefur eftir talskonu saksóknara að Daníel gæti hlotið 24 ára dóm vegna barnaníðsmálsins og myndi afplánun vegna þess dóms hefjast þegar afplánun hans lýkur vegna morðsins á Pham. Daníel gæti því setið inni í nærri 50 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Í gær

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Í gær

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós
Fréttir
Í gær

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar