fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

O (Hringur) eftir Rúnar Rúnarsson heimsfrumsýnd í Feneyjum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. september 2024 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta verk Rúnars Rúnarssonar, O (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, verður heimsfrumsýnt á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag. O (Hringur) keppir þar um aðalverðlaunin í flokki stuttmynda. O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur.

„Það er mikill heiður að myndin okkar var valin hingað og hefur það þegar haft mikil áhrif á áframhaldandi dreifingu myndarinnar. Þetta er auðvitað ótrúlegt ævintýri. Það var hæfileikaríkur hópur sem kom að gerð þessarar myndar og erum við þeim þakklát. Margir úr sama hóp gerðu einnig með okkur Ljósbrot. Þetta hefur hefur verið sannkallað ævintýri,“
segir Rúnar.

Í nýrri stiklu fyrir myndina má heyra frumsamda tónlist eftir Kjartan Sveinsson tónskáld myndarinnar, sem oft er kenndur við Sigurrós.

Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Rúnari í ár en í vor frumsýndi hann kvikmyndina Ljósbrot sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut myndin standandi lófaklapp áhorfanda í fimm mínutur sem og frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda. Til að mynda hafa helstu kvikmyndatímarit heimsins, Hollywood Reporter og Screendaily, sett Ljósbrot á sína lista yfir bestu myndirnar á þessari Cannes hátíð. Einnig hefur Ljósbrot unnið fimm alþjóðleg kvikmyndaverðlaun og verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Ljósbrot er einmitt í íslenskum kvikmyndahúsum þessa daganna og mun O (Hringur) vera sýnd í Bíó Paradís frá og með deginum í dag á undan Ljósbroti.

Þetta er í áttugasta og fyrsta skiptið sem hin árlega kvikmyndahátíð í Feneyjum fer fram sem gerir hana eina þá elstu í heiminum. Jafnframt er Feneyjahátíðin, ásamt Cannes, talin önnur af tveimur virtustu og mikilvægustu kvikmyndahátíðum heimsins. Þar safnast saman kvikmyndamógúlar, leikstjórar og heimsfrægir leikarar, sem ganga rauða dregilinn og fara á heimsfrumsýningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli