

Samband Victor Osimhen við félagslið sitt Napoli er í molum en frá þessu greinir Sky Sports.
Osimhen vildi komast burt frá Napoli á gluggadeginum og var búinn að ná samkomulagi við Al Ahli.
Um var að ræða fjögurra ára samning en Osimhen hefði þénað um 160 milljónir evra á þeim tíma.
Félagaskiptin gengu hins vegar ekki í gegn að lokum en liðið heimtaði 85 milljónir evra frekar en 80.
Al Ahli setti fótinn niður og var aðeins tilbúið að borga 80 milljónir sem kostaði Osimhen skiptin að lokum.
Al Ahli labbaði frá borði í kjölfarið og samdi þess í stað við Ivan Toney sem kom til félagsins frá Brentford.
Osimhen er bálreiður með þessa hegðun félagsins en hann gat einnig gengið í raðir Chelsea í glugganum.
Fabrizio Romano segir að Napoli ætli að refsa leikmanninum og verður hann ekki skráður í leikmannahóp liðsins á tímabilinu.