
Sveinn Aron Guðjohnsen er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðins Sarpsborg. Framherjinn kemur á frjálsri sölu frá þýska liðinu Hansa Rostock, þar sem hann hafði leikið í rúmt hálft ár.
Hinn 26 ára gamli Sveinn Aron hefur einnig spilað með Elfsborg, Spezia, OB og Ravenna á atvinnumannaferlinum. Nú skrifar hann undir fjögurra ára samning við Sarpsborg.
„Þegar ég heyrði af áhuga Sarpsborg varð ég mjög áhugasamur. Þetta kom á óvart en ég var glaður. Ég féll (úr þýsku B-deildinni) með Hansa Rostock á síðustu leiktíð en það gekk mjög vel með Elfsborg árið áður. Ég er enn ungur og mun gefa allt mitt til Sarpsborg,“ segir Sveinn Aron við heimasíðu Sarpsborg.
Sveinn Aron á að baki 20 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Velkommen til Sarpsborg 08, Sveinn Gudjohnsen 🔵⚪️ https://t.co/7lOwus7eZ6
— Sarpsborg 08 (@Sarpsborg08) August 29, 2024