Breski miðillinn Daily Star tók saman áhugaverðan lista í dag yfir einn leikmann sem „stóru sex“ liðin á Englandi gætu krækt í áður en félagaskiptaglugginn lokar á föstudagskvöld.
Þar má sjá Orra Stein Óskarsson, landsliðsframherja Íslands og leikmann FC Kaupmannahafnar, á listanum. Er hann nefndur sem leikmaður sem City gæti fengið.
Orri hefur verið orðaður við City undanfarið, sem og Porto, Real Sociedad og fleiri lið.
Listinn
Arsenal – Ivan Toney
Chelsea – Jadon Sancho
Liverpool – Anthony Gordon
Manchester City – Orri Steinn Óskarsson
Manchester United – Raheem Sterling
Tottenham – Jacob Ramsey
Í grein Daily Star er skrifað um Orra: „Óvæntar fréttir segja að City gæti reynt að fá Orra, sem yfirgefur líklega Kaupmannahöfn fyrir gluggalok.“
Orri, sem fagnar 20 ára afmæli sínu á morgun, hefur slegið í gegn með FCK á leiktíðinni og er með 7 mörk í 11 leikjum.