fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Sagði farir sínar ekki sléttar og Mosfellingar sektaðir – „Við þetta reiðist hann og segir orðrétt „Ertu fokking þroskaheftur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur sektað knattspyrnudeild Aftureldingar um 25 þúsund krónur vegna hegðunnar stjónarmanns við dómara eftir leik gegn Gróttu í Lengjudeild kvenna í vor. Þetta kemur fram á vef sambandsins í dag.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en stjórnarmaður Aftureldingar beið fyrir utan búningsklefa dómarans eftir leik. Virðist hann hafa verið ósáttur með vítaspyrnu sem dæmd var í leiknum.

„Eftir leik í gærkvöldi gekk ég frá búningsklefa á leið heim. Fyrir utan búningsklefann á ganginum stóð þjálfari Aftureldingar sem spurðist fyrir um víti sem ég dæmdi í leiknum. Ég útskýrði ákvörðun mína sem hann kvaðst ósammála eftir að hafa farið yfir myndbandsupptöku. Ég sagði honum að ég gæti ekkert útskýrt nema hvað ég sá á þeirri stundu sem ég ákveð að dæma víti. Samskiptin við þjálfara Aftureldingar voru góð og fagmannleg.

Aftur á móti stendur maður sem sagðist heita Sigurbjartur. Hann var ekki jafn rólegur og talar ítrekað um myndbandsupptöku. Ég segi orðrétt „Mér er skítsama um eitthvað video“. Við þetta reiðist hann og segir orðrétt „Ertu fokking þroskaheftur“. Ég læt vita að ég muni tilkynna þetta til sambandsins sem gerir það að verkum að hann verður ógnandi í hegðun og gerir tilraun til að espa mig upp gegn sér. Hann setur höfuð fram með stíft augnaráð og er háttarfar hans greinilega til þess að ógna. Hann fer svo er er annar aðili sem biður hann að yfirgefa svæðið,“ segir meðal annars í skýrslu Ásmundar Þórs Sveinssonar dómara.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir á fundi 14. maí og var litið svo á að framkoma stjórnarmanns Aftureldingar gæti varðar við grein 4.2 í reglugerð  KSÍ um knattspyrnumót og grein 13.9 reglugerðar sambandsins um aga- og úrskurðarmál. Nefndin falaðist eftir greinagerð frá Aftureldingu.

Í þeirri greinagerð var haldið fram að einhver atriði í skýrslu dómara stæðust ekki skoðun en viðurkenndi Afturelding að Sigurbjartur Sigurjónsson, meðstjórnandi í stjórn knattspyrnudeildar Aftureldingar, hafi viðhaft óviðurkvæmileg ummæli í garð dómara að leik loknum.

Knattspyrnudeild félagsins var því sektuð um 25 þúsund krónur eins og áður sagði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Í gær

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza