Það verður dregið í 3. umferð enska deildabikarsins í kvöld en þar geta ekki öll lið dregist á móti hvoru öðru.
2. umferðin klárast í kvöld og eftir hana koma stærstu lið Englands, þau sem eru í Evrópukeppni, inn í keppnina.
Eins og enskir miðlar vekja athygli á í dag geta hins vegar þau lið sem eru í Meistaradeildinni á þessari leiktíð ekki mætt liði sem er í Evrópudeildinni.
Þetta er þar sem keppnirnar eru spilaðar á víxl, þegar Manchester City, Arsenal, Liverpool og Aston Villa eru að spila í Meistaradeildinni spila Evrópudeildarliðin Manchester United og Tottenham í 3. umferð deildabikarins. Hina vikuna er það svo öfugt.
Þar með geta United og Liverpool til að mynda ekki mæst í 3. umferðinni.