fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Hareide útskýrir ákvörðun sína að velja Gylfa – Hefur fylgst vel með leikjum Vals

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands segist hafa valið Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshóp sinn eftir góðar frammistöður með Val.

Gylfi hefur ekki verið í hóp hjá Hareide í tæpt ár vegna meiðsla og svo var Gylfi án félags um skeið.

Gylfi hefur spilað flesta leiki Vals á þessu tímabili. „Hann er í hópnum núna því hann hefur spilað reglulega, ég hef horft á leikina. Ég sé gæðin sem Gylfi hefur, ef hann kemst á boltann þá getur alltaf eitthvað gerst,“ segir Hareide.

Gylfi er 35 ára gamall og telur Hareide að hans gæði muni nýtast. „Með þessa leikmenn í kringum sig getur Gylfi alltaf orðið betri. Hann hefur spilað mikið, hann hefur ekki verið að meiðast. Ég mun skoða hann núna, það er frábært að skoða hann í heimaleiknum gegn Svartfjallalandi.“

Ísland mætir Svartfjallalandi á föstudag í næstu viku í Þjóðadeildinni og svo Tyrkjum þremur dögum síðar.

„Þegar Gylfi fær boltann þá gerist eitthvað, það gerist í íslensku deildinni og vonandi gerist það hjá okkur.“

Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og fær nú tækifæri til þess að bæta í þá tölu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn