

Búið er að gefa út tölurnar fyrir leikmenn í EA FC 25 leiknum sem kemur út von bráðar, leikurinn var áður þekktur sem FIFA leikurinn.
Leikurinn nýtur gríðarlega vinsælda en Kylian Mbappe sóknarmaður Real Madrid verður fljótasti leikmaðurinn í leiknum þetta árið.
Mbappe fær 97 af 100 mögulegum í hraða í leiknum, hraðinn er ansi mikilværu í leiknum vinsæla.
Fleiri komast nálægt honum og þar á meðal er Vini Jr. samherji hans í Real Madrid.
Gareth Bale sem er í goðsagnar útgáfu leiksins fær 95 í hraða en hraðinn kom kauða ansi langt á ferlinum.
Hér að neðan eru þeir fljótustu í leiknum.
