
Fabrio Vieira er mættur aftur til Porto á láni frá Arsenal.
Hinn 24 ára gamli Vieira kom til Skyttanna frá Porto fyrir tveimur árum en hefði ekki spilað stórt hlutverk í liði Mikel Arteta á komandi leiktíð og er því lánaður heim aftur.
Lánssamningurinn gildir út þessa leiktíð en inniheldur engan kaupmöguleika fyrir Porto. Vieira fer því aftur til Arsenal að tímabili loknu.
Portúgalska félagið sér alfarið um laun Vieira á meðan hann er þar.
Welcome 🐉💙#InvictosdeCoração pic.twitter.com/NljQDtDF9M
— FC Porto (@FCPorto) August 27, 2024