fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Fjárhagsvandræðin koma í veg fyrir skráningu – ,,Verðum að sætta okkur við stöðuna“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 19:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hansi Flick, stjóri Barcelona, veit ekki hvenær félagið getur notað Dani Olmo í fyrsta sinn en hann samdi við félagið í sumar.

Olmo var ein af hetjum Spánar á EM í sumar en liðið fór alla leið og vann mótið í Þýskalandi.

Fyrsta leik Barcelona í deild lauk með 2-1 sigri á Athletic Bilbao en Olmo var ekki í leikmannahópnum – hann er enn ekki skráður í hóp Barcelona.

Vegna fjárhagsvandræða á Barcelona í erfiðleikum með að skrá Olmo til leiks en Flick vonast til þess að hann verði klár í næstu viku.

,,Ég bara veit það ekki, ég vonast til að geta notað hann á þriðjudaginn,“ sagði Flick við blaðamenn.

,,Þetta eru hlutir sem við getum ekki breytt, við verðum að sætta okkur við stöðuna. Við vissum af þessu þegar hann skrifaði undir.“

,,Ég einbeiti mér að því sem við getum gert í dag. Við vildum þrjú stig í fyrsta leik og fengum þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur