fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Skorar á fyrrum andstæðing sinn í slag – ,,Ég er aðeins nokkrum mínútum frá þér“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn fyrrum úrvalsdeildarleikmaður hefur skorað á annan fyrrum úrvalsdeildarleikmenn í box bardaga sem gæti orðið að veruleika á næsta ári.

James McClean, leikmaður Wrexham, hefur skorað á Danny Simpson, fyrrum leikmann Manchester United og Leicester.

Simpson lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári en hann er áhugamaður um box og mun berjast í fyrsta sinn á þessu ári.

McClean hefur áhuga á að berjast við Simpson ef hann hefur betur í þeim bardaga og eru góðar líkur á að fyrrum bakvörðurinn samþykki það boð.

,,Danny Simpson – vinndu þinn fyrsta bardaga og heyrðu svo í mér í sumar þegar tímabilinu er lokið,“ sagði McClean.

,,Þangað til, ef þú þarft æfingafélaga þá láttu mig vita. Ég er aðeins nokkrum mínútum frá þér.“

Það er rígur á milli McClean og Simpson en sá fyrrnefndi lék með Sunderland á sínum tíma og Simpson með Newcastle – um er að ræða nágrannafélög.

,,Ég man þegar ég var hjá Newcastle og hann hjá Sunderland, við áttumst við innan vallar svo þessi bardagi gæti orðið skemmtilegur,“ sagði Simpson.

,,Hann vill slást við alla innan vallar og hefur líkleg alltaf trú á sjálfum sér. Hann var að slást við leikmann Chelsea á undirbúningstímabilinu svo hann er enn að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Í gær

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“