fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Notuðu lag eftir Kanye og enginn skilur ástæðuna: Nýr lágpunktur á slæmum tíma – ,,Fáránlegt“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 19:30

Joao Felix.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir stuðningsmenn Chelsea voru bálreiðir á samskiptamiðlum í gær eftir myndband sem félagið birti opinberlega.

Þar var endurkoma Joao Felix tilkynnt en hann samdi við félagið frá Atletico Madrid og gerir sex ára samning.

Felix þekkir aðeins til Chelsea en hann spilaði stuttlega með liðinu á láni í fyrra en stóðst ekki allar væntingar.

Chelsea ákvað að kaupa Portúgalann endanlega í sumar og borgar yfir 40 milljónir punda fyrir hans þjónustu.

Chelsea notaðist við lagið ‘Homeciming’ sem samið var af Kanye West og talaði um ‘heimkomu’ Felix sem spilaði þarna í afskaplega stuttan tíma.

Það fór illa í marga stuðningsmenn liðsins sem í raun voru ekki að vonast eftir því að semja aftur við leikmanninn.

,,Að nota þetta lag í að kynna fyrrum lánsmann er nýr lágpunktur, að selja uppalinn leikmann fyrir það er sami lágpunktur,“ sagði einn netverji.

Þar er talað um sölu Conor Gallagher sem fór til Atletico Madrid á móti en hann er uppalinn hjá enska félaginu.

,,Það er ekki möguleiki að Chelsea sé að notast við þetta lag um leikmann sem spilaði hérna í hálft tímabil. Með því þá þvinga þeir leikmann burt sem hefur verið hér í sex ár. Fáránlegt,“ segir annar.

Hægt er að finna fjölmörg slæm skilaboð á samskiptamiðlum en vonandi fyrir Felix þá stenst hann væntingar í þetta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“