fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

J.Lo gæti verið í vandræðum – Skrifuðu ekki undir kaupmála

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 15:20

Ben Affleck og Jennifer Lopez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez sótti um skilnað frá leikaranum og leikstjóranum Ben Affleck á öðru brúðkaupsafmæli þeirra, þann 20. ágúst síðastliðinn.

Hjónin tóku saman aftur árið 2021 eftir um sautján ára aðskilnað. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2002 og var mikið fjölmiðlafár í kringum samband þeirra. Þau trúlofuðust ári seinna en slitu sambandinu í lok árs 2003, örfáum dögum áður en þau ætluðu að ganga í það heilaga.

Sjá einnig: Sagður vera kominn til vits og ára um samband hans og Jennifer Lopez – „Þetta mun aldrei virka“

Nú greina erlendir fréttamiðlar frá því að Jennifer gæti verið í vandræðum þar sem þau skrifuðu ekki undir kaupmála fyrir brúðkaupið og hún er talsvert efnaðri og tekjuhærri en eiginmaðurinn.

Jennifer er metin á 400 milljónir dala, eða rúmlega 55 milljarða króna, og Ben er metinn á 150 milljónir dala, eða um 20,6 milljarða.

Kaupmáli er samningur á milli hjóna til að tilgreina þær séreignir sem annar hvor aðilinn á og tilheyra ekki félagsbúi hjónanna.

Enginn kaupmáli

Jennifer sótti sjálf um skilnað, hún lagði sjálf fram skjölin en ekki lögfræðingur fyrir hennar hönd. Hún sagði að þau hafa verið skilin að borði og sæng síðan í apríl 2024. Það kemur hvergi fram í skjölunum að þau hafi skrifað undir kaupmála og samkvæmt TMZ er enginn slíkur samningur á borðinu.

Það þýðir að allt sem þau þénuðu eða græddu á meðan þau voru gift er sameiginleg eign þeirra beggja.

Þau hafa bæði sinnt ýmsum verkefnum undanfarin tvö ár. Ben lék í myndunum „Air“ og „Hypnotic“. Hann framleiddi einnig „The Instigators.“ Hann lauk einnig tökum á „The Accountant 2“ fyrir nokkrum dögum.

Jennifer lék í „Shotgun Wedding,“ „The Mother“, „Atlas“og „This Is Me… Now.“

Það sem kemur mörgum á óvart er að þau hafi ekki ákveðið að skrifa undir kaupmála, þar sem þetta er fjórða hjónaband J.Lo og annað hjónaband Ben.

Samkvæmt skilnaðarskjölum afsalaði Jennifer rétti til makaframfærslu og bað dómarann um að neita Ben um slíkt hið sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs