fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Börkur segir ekki rétt að Gylfi hafi viljað fara – „Eins og við er hann ósáttur með gengi liðsins“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 11:28

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjaftasaga hefur verið á kreiki í kringum íslenska boltann um að Gylfi Þór Sigurðsson sé ósáttur hjá Val og hafi beðið um að fá að rifta samningi sínum áður en félagaskiptaglugganum lokaði á dögunum. Formaður knattspyrnudeildar Vals segir þetta ekki rétt.

Það kom fram í Þungavigtinni að Gylfi hafi viljað yfirgefa Val fyrir gluggalok á dögunum og reynt að fá samningi sínum rift. Þá var einnig vakin athygli á þessu í Innkastinu á Fótbolta.net.

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir í samtali við 433.is að það sé ekki rétt að Gylfi hafi viljað fara frá Val eða að hann hafi reynt að fá samningi sínum rift. Jafnframt segir Börkur að Gylfi sé ekki ósáttur hjá félaginu.

Bað Gylfi um að fá að fara? „Nei.“ Bað Gylfi um að fá að rifta samningi sínum? „Nei.“ Er Gylfi ósáttur hjá Val? „Nei,” segir Börkur við 433.is.

„En hann, eins og við öll sem erum í kringum félagið, er ósáttur með gengi liðsins. Það er undir okkur í stjórn, hjá þjálfarateymi og leikmönnum að snúa þessu gengi við,“ segir Börkur.

Það hefur lítið gengið upp hjá Val undanfarnar vikur og er liðið svo gott sem úr leik í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson var á dögunum rekinn úr stöðu þjálfara liðsins og tók Sr­djan Tufegdzic, Túfa, við.

„Túfa hefur komið sterkur inn, hann er mjög faglegur í öllu starfi og mikill félagsmaður. Hann er með sömu framtíðarsýn og við. Nú er það hjá okkur utan vallar, þjálfurum og leikmönnum að snúa við gengi liðsins,“ segir Börkur.

Gylfi gekk í raðir Vals í vetur eftir glæstan feril í atvinnumennsku. Hann gerði tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta