fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fókus

Sigrún Rós flúraði fanga á Kvíabryggju – Lenti í „lockdown“ vegna hótunar um skotvopn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Rós húðflúrari hjá Black Kross Tattoo er búin að að vera lengi í bransanum en hún lenti óvart í honum að eigin sögn eftir að hún kynntist Inga húðflúrara fyrrum eiginmanni sínum.

„Ég var í flúri hjá honum og var að sýna honum einhverjar teikningar, svo byrjaði hann að kenna mér og svo byrjuðum við saman í kjölfarið,“ segir Sigrún Rós í viðtali við Dag og Óla í Blekaðir.

„Við söfnuðum fyrir stofunni með því að fara á Kvíabryggju,“ segir Sigrún Rós. „Það var áhugaverður staður, allt fullt af kanínum og naggrísum, golfvöllur og maður bara næs. Þetta var skemmtileg reynsla, við fórum þrisvar sinnum og fórum líka í Sjálfstæðishúsið í Grundarfirði að flúra.“

Sigrún segir frá að í eitt skipti hafi þeim verið meinað að yfirgefa Kvíabryggju.

„Ég man ekki hver það var, það var einn [fanginn] sem fékk hótun, það var hringt í hann úr bænum og einhver gaur ætlaði að koma með haglabyssu. Það var allt sett í lockdown og við þarna inni náttúrlega. Enginn mátti fara út né inn, lögreglan komin í fjöllin, þetta var mjög spennandi. Svo kom þessi maður ekkert.“

„Ég hef alltaf gaman af alls konar fólki. Þetta var mjög skemmtileg upplifun.“

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga
Fókus
Í gær

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar