fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Tekjudagar DV: Trommarinn í Dimmu með margfaldar tekjur annarra meðlima

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 19. ágúst 2024 14:11

Rokksveitin rómaða Dimma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega er hvergi meiri launamunur innan nokkurrar hljómsveitar og hjá Dimmu, rokksveitinni rómuðu. Samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra var trommarinn með ríflega þrefaldar mánaðartekjur alla hinna meðlima til samans.

Ekki má líta á það svo að tekjum af plötusölu og tónleikahaldi sé svona misskipt hjá Dimmu, sem var stofnuð árið 2004. En sveitin hefur gefið út sex stúdíóplötur og tvær tónleikaplötur.

Skýringuna er vitaskuld að finna í að trommarinn, Birgir Jónsson, stýrði flugfélaginu Play á síðasta ári. Var hann með 3.823.444 krónur í mánaðartekjur samkvæmt álagningarskrá. Birgir hætti í hljómsveitinni árið 2018 en gekk aftur til liðs við hana í mars síðastliðnum.

Næst launahæsti Dimmu-meðlimurinn í fyrra var Silli Geirdal, bassaleikari, með 601.614 krónur í mánaðarlaun. Þá kom bróðir hans gítarleikarinn Ingólfur Geirdal með 455.152 krónur og að lokum söngvarinn Stefán Jakobsson með 206.357 krónur í mánaðartekjur. Samanlagðar tekjur þeirra þriggja voru því 1.263.123 krónur, eða innan við þriðjungur af tekjum Birgis.

Þessar tölur frá Ríkisskattstjóra tæta svo sannarlega í sundur þá mýtu að söngvarar og gítarleikarar fái mestu frægðina, framann og ríkidæmið í rokkinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli