fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fókus

Tekjudagar DV: Spurningum um laun Gústa B loksins svarað

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 19. ágúst 2024 09:38

Patrik Snær Atlason og Gústi B.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl veltu einhverjir fyrir sér tekjum útvarpsmannsins Ágústs Beinteins Árnasonar, betur þekktum sem Gústi B, þegar hann keypti sér nýja glæsibifreið. Um var að ræða Teslu sem kostar um sjö til níu milljónir.

Sjá einnig: Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Nú geta þessir einstaklingar svalað forvitninni þar sem álagningaskrá Skattsins hefur verið lögð fram eins og hefð er fyrir á hverju ári.

Gústi B var með 763.191 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar 2023.*

Hann var aðeins launalægri en vinur sinn og fyrrverandi meðþáttastjórnandi, Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prettyboitjokko.

Patrik var með 805.273 kr. á mánuði að meðaltali í laun í fyrra.*

Lækkaði milli ára

Súkkulaðidrengurinn hækkaði lítillega í launum á milli ára en hann var með 783.582 kr. í mánaðarlaun að meðaltali árið 2022. Hann var á þeim tíma nýr í senunni en talsvert tekjuhærri en margir aðrir vinsælir tónlistarmenn. En tekjurnar árið 2022 komu ekki frá tónlistarbransanum þar sem hann gaf ekki út sitt fyrsta lag fyrr en 2023. Fyrir það vann hann hjá fjölskyldufyrirtækinu Góu, en afi hans er Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu.

Veislan sem kláraðist

Gústi B og Patrik eru ekki aðeins vinir heldur einnig samstarfsfélagar. Gústi B er umboðsmaður Patriks og sáu þeir um útvarpsþáttinn Veislan á FM957. Hins vegar lauk því ferðalagi fyrir einni og hálfri viku. Ákveðið var að taka þáttinn úr loftinu og þó Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, hafi ekki viljað deila ástæðunni, þá var þættinum slaufað í kjölfar umdeildrar athugasemdar Patriks í þættinum um botnlaus tjöld á Þjóðhátíð.

Sjá einnig: Sótt að Patrik eftir meintan nauðgunarbrandara á FM957 – „Ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg“

Gústi B er nú að leita sér að nýrri vinnu og spurði hvort einhver væri að ráða í færslu á Instagram. Þátturinn var í loftinu í tæplega þrjú ár.

Sjá einnig: Fagna endalokum Veislunnar – „Neiii sko, eru afleiðingar af slæmri hegðun – hverjum hefði dottið það í hug“

Um er að ræða útsvar hvers og eins og eru mánaðarlaun reiknuð út frá því. Upphæðirnar þurfa því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi og til að mynda er sleppt skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Gögnin eru opinber fyrir fjölmiðla hjá Skattinum þessa dagana.

*Smávægileg villa læddist inn í fyrri útreikning á mánaðarlaunum tvímenninganna sem var leiðrétt eftir birtingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug