

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, bauð upp á athyglisvert svar á blaðamannafundi liðsins í gær fyrir fyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni.
Chelsea er sterklega orðað við tvo leikmenn þessa stundina eða framherja Napoli, Victor Osimhen og vængmann Atletico Madrid, Joao Felix.
Maresca vildi ekki tjá sig um þessar sögusagnir á blaðamanninum en virtist lítið kannast við orðrómana um Felix.
Ítalinn spurði blaðamenn hver hinn leikmaðurinn væri en áttaði sig á því að framherjinn væri Osimhen sem hefur verið orðaður við liðið í langan tíma.
,,Þeir eru ekki okkar leikmenn svo það er ekki rétt að ræða þetta í dag. Að tala um leikmann Napoli eða – hver er hinn leikmaðurinn? – leikmann Atletico Madrid,“ sagði Maresca.
,,Félagið veit nánkvæmlega hver mín skoðun er varðandi það sem við þurfum svo vonandi getum við fengið leikmenn inn áður en félagaskiptaglugginn lokar.“