

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, lofar að borga stuðningsmönnum liðsins til baka eftir leik föstudagsins.
Fernandes var í raun ekki aðeins að tala við stuðningsmenn United heldur alla þá sem nota hann í leiknum Fantasy Football.
Fernandes lagði ekki upp mark og komst heldur ekki á blað en Joshua Zirkzee gerði eina markið í 1-0 sigri á Fulham.
Fernandes spilaði allan leikinn fyrir heimamenn sem byrja tímabilið vel með þremur stigum.
,,Það er ekkert betra en að vera kominn aftur á Old Trafford,“ skrifaði Fernandes á Instagram.
,,PS: stjórar í Fantasy, ég biðst afsökunar fyrir gærdaginn, ég mun borga ykkur til baka“
Portúgalinn er vinsæll í þessum ágæta leik en hann er duglegur að skora og leggja upp mörk fyrir sitt félagslið.