

Harry Kane er orðinn þreyttur á að vinna enga titla á sínum ferli og vonar innilega að það gerist á næsta ári.
Kane spilaði með Tottenham til margra ára en hann hefur aldrei unnið stóran titil á sínum ferli þrátt fyrir að vera einn besti framherji heims.
Kane gekk í raðir Bayern Munchen í Þýskalandi til að vinna loksins sinn fyrsta titil en það gekk því miður ekki upp síðasta vetur.
,,Ég vil bara halda áfram að skora mörk og hjálpa liðinu en það mikilvægasta er að vinna titil,“ sagði Kane.
,,Við þurfum að koma Bayern aftur á þann stað þar sem liðið vinnur titla, það er mitt markmið og markmið félagsins.“
,,Það verður ekki auðvelt en við erum að vinna með frábærum stjóra og æfingarnar eru góðar. Þið fáið að sjá það í leikjum okkar.“