fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Stjórn KSÍ vísaði tillögu KR frá – Þeir geta áfrýjað

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 12:46

Jörundur Áki Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR-ingar voru ósáttir með þá niðurstöðu mótanefndar KSÍ að leikur HK og KR færi fram í næstu viku, leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðustu viku.

Leiknum var frestað þegar í ljós kom að eitt markið í Kórnum var brotið, neitaði dómari leiksins að flauta leikinn á.

Mál sem þetta á sér ekkert fordæmi í íslenskum fótbolta en mótanefnd taldi eðlilegast að leikurinn yrði spilaður. KR-ingar voru á öðru máli og eru á því að mögulega eigi að dæma liðinu 0-3 sigur í leiknum.

„Stjórn knattspyrnusambandsins styður við ákvörðun mótanefndar, tillögunni frá KR var vísað frá,“ segir Jörundur Áki Sveinsson starfandi framkvæmdarstjóri KSÍ í samtali við 433.is

Jörundur segir að KR geti áfrýjað þessu til aga og úrskurðarnefndar KSÍ sem tæki þá málið fyrir.

Í reglugerð KSÍ segir að ef ekki er búið að flauta leik á skulu finna næsta lausa dag til að spila hann, við þá reglugerð styðst mótanefnd og stjórn KSÍ í ákvörðun sinni.

Ef KR gerir ekkert meira í málinu er ljóst að liðin mætast í Kórnum á fimmtudag í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar

Vilja kaupa þrjá öfluga leikmenn í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi

Ungur drengur sem hefur misst föður sinn og ömmu fékk fallega heimsókn – Hefur reynst mömmu sinni klettur í gegnum erfið veikindi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga

United vilja leikmann frá Fílabeinsströndinni – City hefur líka áhuga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Í gær

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar