fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Stjórn KSÍ vísaði tillögu KR frá – Þeir geta áfrýjað

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 12:46

Jörundur Áki Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR-ingar voru ósáttir með þá niðurstöðu mótanefndar KSÍ að leikur HK og KR færi fram í næstu viku, leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðustu viku.

Leiknum var frestað þegar í ljós kom að eitt markið í Kórnum var brotið, neitaði dómari leiksins að flauta leikinn á.

Mál sem þetta á sér ekkert fordæmi í íslenskum fótbolta en mótanefnd taldi eðlilegast að leikurinn yrði spilaður. KR-ingar voru á öðru máli og eru á því að mögulega eigi að dæma liðinu 0-3 sigur í leiknum.

„Stjórn knattspyrnusambandsins styður við ákvörðun mótanefndar, tillögunni frá KR var vísað frá,“ segir Jörundur Áki Sveinsson starfandi framkvæmdarstjóri KSÍ í samtali við 433.is

Jörundur segir að KR geti áfrýjað þessu til aga og úrskurðarnefndar KSÍ sem tæki þá málið fyrir.

Í reglugerð KSÍ segir að ef ekki er búið að flauta leik á skulu finna næsta lausa dag til að spila hann, við þá reglugerð styðst mótanefnd og stjórn KSÍ í ákvörðun sinni.

Ef KR gerir ekkert meira í málinu er ljóst að liðin mætast í Kórnum á fimmtudag í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England