fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Fylkir reynir að kaupa Oumar Sowe áður en glugginn lokar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. ágúst 2024 13:47

Omar Sowe Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er Fylkir að reyna að kaupa Oumar Sowe framherja Leiknis en viðræður félaganna hafa verið í gangi.

Fylkir sem er að berjast fyrir lífi sínu í Bestu deildinni er eitt þeirra liða sem hafa sýnt Sowe áhuga í glugganum.

Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld og því er ekki mikill tími til stefnu. Samningur Sowe við Leikni rennur út eftir tímabilið samkvæmt vef KSÍ.

Sowe hefur skorað tíu mörk í fimmtán leikjum í Lengjudeildinni í sumar en hann skoraði tólf mörk á síðustu leiktíð.

Framherjinn knái sem er fæddur árið 2000 kom fyrst til Íslands fyrir rúmum tveimur árum og samdi þá við Breiðablik áður en hann fór til Leiknis.

Fylkir er í fallsæti Bestu deildarinnar en liðið hefur spilað ágætlega undanfarið og reynir að styrkja lið sitt með því að krækja í Sowe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sá pólski á förum frá Arsenal

Sá pólski á förum frá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

U19 ára landsliðshópur vekur athygli: Tíu leika erlendis – Sonur Arnars Þórs einn þeirra

U19 ára landsliðshópur vekur athygli: Tíu leika erlendis – Sonur Arnars Þórs einn þeirra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Í gær

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa
433Sport
Í gær

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins