fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Stjörnuparið óvænt hætt saman: Voru að vinna til verðlauna og fagna afrekinu – ,,Ekki lengur kærasta mín“

433
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuparið sjálft Lara Vadlau og Lea Schuller hafa ákveðið að hætta saman stuttu eftir Ólympíuleikana í París.

Það er Vadlau sem greinir frá þessu en hún vann til verðlauna á mótinu og það sama má segja um fyrrum kærustu hennar, Schuller.

Vadlau er 30 ára gömul og vann gullverðlaun í siglingu á bát í Frakklandi í sumar en kærasta hennar á þeim tíma, Schuller, fékk bronsverðlaun með þýska knattspyrnulandsliðinu.

Það eru aðeins þrír dagar síðan Vadlau fagnaði sigri í fyrsta sinn en hún tók ekki of langan tíma í að fagna því afreki.

,,Lea er ekki lengur kærasta mín. Auðvitað er ég stolt af henni og við erum enn góðir vinir og ég óska henni alls hins besta,“ sagði Vadlau.

Það var erfitt fyrir þessar tvær ágætu konur að láta sambandið virka enda sjaldan á sama stað á sama tíma.

Schuller er sjálf leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi og er 26 ára gömul en hún spilaði sinn fyrsta landsleik 2017 gegn einmitt Íslandi.



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift