fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Óskar Hrafn ræðir tíðindi dagsins: Dagsetningin tilviljun – „Ég sé ekki eftir einni sekúndu af þessum mánuðum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 16:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er ekkert rosalega langur með það sem gerðist í dag, þetta átti sér stuttan aðdraganda,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson nýr aðstoðarþjálfari KR og verðandi þjálfari viðtalsins í löngu og áhugaverðu viðtali við 433.is.

oskar hrafn.mp4
play-sharp-fill

oskar hrafn.mp4

Starfstitlar Óskars í Vesturbænum hafa breyst nánast í hverri viku en hann kom fyrst inn sem ráðgjafi hjá KR fyrir sex vikum síðan. Fyrir nokkrum vikum var svo greint frá því að Óskar yrði yfirmaður knattspyrnumála hjá KR.

Í dag var svo Óskar ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs KR og tekur svo við sem þjálfari í október þegar tímabilið á enda.

„Mestur tími hefur farið í það frá því ég kom inn, hvað er best fyrir KR. Hvar fólk nýtist best, hvar persónur og leikendur eru með styrkleika. Þetta var bara lausn sem menn hafa fundið út í rólegheitum, við vonum öll að þetta sé farsælt fyrir félagið,“ segir Óskar.

Óskar sagði upp sem þjálfari Haugesund í Noregi í vor og allt frá þeim degi hefur mikið verið rætt um að Óskar kæmi að þjálfun KR þann 1. ágúst, það varð raunin en Óskar segir það algjöra tilviljun.

„Ég átta mig ekki á því, það var tilkynnt fyrir nokkru að ég tæki við sem yfirmaður knattspyrnumála 1. ágúst. Að ég komi inn í þjálfun á sama tímapunkti er algjör tilviljun, það var ekki skipulagt eða lagt upp með það frá upphafi. Ég átta mig ekki og var ekki meðvitaður um það að það væri umræða um ég myndi snúa aftur í þjálfun, planið var ekki að fara að þjálfa þetta lið.“

„Ég er KR-ingur og geng í þau störf sem þarf að ganga í svo félaginu gangi sem best.“

Pálmi Rafn Pálmason hættir sem þjálfari KR þegar tímabilið er á enda og verður framkvæmdarstjóri félagsins. „Ég og Pálmi tölum saman á hverjum degi, svo kemur þetta upp. Þá skorast ég ekki undan því, að hjálpa til og gera það sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er bara þannig. Þannig er hugsunin hjá okkur, eina sem skiptir okkur máli. Er að KR gangi sem best, að KR sé á góðum stað. Sé það félag sem allir sem eru nálægt KR vilja sjá það, þá brettir maður upp ermar og fer í þau störf sem óskað er eftir.“

KR er í fallbaráttu í Bestu deild karla og Óskar segir stöðuna alvarlega. „Ég horfi á stöðuna sem alvarlega, ég held að við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við erum að fara í hvern einasta leik til að berjast fyrir lífi okkar. Ég held að það hættulegasta fyrir félög sem eru kannski ekki oft í fallbaráttu, að þau telji sig vera of góð til að falla. Það er mjög mikilvægt að þurrka það út, KR hefur verið sigursælt í gegnum tíðina og geta verið stoltir af því. Á sama tíma þurfa menn að átta sig á því, það gefur ekkert núna.“

Síðustu tíu mánuðir í lífi Óskar hafa verið viðburðaríki, hann kom Breiðablik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar síðasta haust. Var það fyrsta íslenska liðið til að afreka það, skömmu síðar hætti hann með liðið til að taka við Haugesund en sagði upp þarf eftir nokkra leiki. Núna er hann mættur heim og er sáttur.

„Það er frábært að vera komin heim, þetta hafa verið viðburðaríki mánuðir og maður hefur lært mikið. Ég sé ekki eftir einni sekúndu af þessum mánuðum en núna fer maður ekki aftur í KR til að stoppa í þrjá mánuði. Þetta er langtíma verkefni, það hefur aldrei verið nein sérstök ró í mér en vonandi kemur það þegar maður eldist. Ég er glaður og þakklátur fyrir það traust sem manni er sýnt í Vesturbænum,“ segir Óskar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
Hide picture