fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Úlfur Arnar sakar Gunnar Odd um hótanir í garð ungra manna – „Við vorum mjög hneykslaðir“

433
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis sakar Gunnar Odd Hafliðason um að hafa hótað miðvörðum liðsins að hann myndi reka þá af velli ef þeir færu að klípa leikmenn Þróttar.

Atvikið gerist fyrir leik liðsins gegn Þrótti í Lengjudeildinni í gær. „Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar. hafsentarnir mínir tveir eru teknir afsíðis í upphitun af dómaranum. Truflar þá í upphitun til að segja við þá að hann sé búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir séu búnir að klípa og toga og hann ætli að gefa þeim rautt ef hann verði vitni af því,“ segir Úlfur Arnar við Fótbolta.net.

Samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is mætti Gunnar Oddur fyrir leik og talaði við Júlíus Mar Júlíusson og Baldvin Þór Berndsen og lét þá vita að ef þeir myndu klípa í leikmenn Þróttar þá myndi hann reka þá af velli. Júlíus og Baldvin eru ungir og mjög efnilegir varnarmann.

Úlfi finnst framkoman galin. „Mér finnst þetta galið að dómari sé að trufla tvo unga leikmenn í miðri upphitun og eiginlega hóta þeim,“ segir Úlfur við Fótbolta.net.

Gunnar Sigurðsson aðstoðarmaður Úlfs fór til Gunnars Odds fyrir leik og samkvæmt heimildum 433.is lét hann dómarann vita af því að Fjölnismenn myndu láta fjölmiðla vita af þessum hótunum. Fyrir það fékk markmannsþjálfarinn gult spjald.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Fjölnir situr á toppi deildarinnar og hefur liðið átt frábært tímabil í Lengjudeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Í gær

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð
433Sport
Í gær

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða