fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Unnsteinn og Ágústa eignuðust dóttur – Fær nafn ömmu sinnar frá Angóla

Fókus
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 13:55

Unnsteinn Manuel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnsteinn Manuel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir eignuðust á dögunum dóttur en um er að ræða annað barn parsins, dreng sem fæddist árið 2018. Tónlistarmaðurinn vinsæli greinir frá þessum tíðindum á Facebook-síðu sinni. Stúlkan kom í heiminn þann 10. maí síðastliðin og hefur fengið nafnið Saga Ximinha Unnsteinsdóttir en Unnsteinn útskýrir tilvist nafnsins í færslunni.

„Hún fær nafn ömmu sinnar frá Angola. Ekki biblíunöfnin Ana og Maria heldur afríska nafnið Ximinha. Amma hennar bar aðeins þetta nafn fyrstu 12 ár ævi sinnar þangað til hún var send til Portúgal og tók upp portúgalskt nafn. Orðið Ximinha (borið fram Símínja) er úr tungumáli Kimbundu ættbálksins og kemur af orðinu Muxima sem þýðir „hjarta“. Ximinha þýðir því „litla hjarta.“ skrifar Unnsteinn Manuel.

Hér má sjá færsluna frá Unnsteini

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni