fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Fyrrum vandræðagemsinn passaði sig verulega í sumar: Mætir í ótrúlegu standi – Fékk aðvörun fyrir sumarfríið

Victor Pálsson
Föstudaginn 26. júlí 2024 21:30

Jack Grealish elskar gott frí

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er sagður hafa passað sig verulega í sumarfríinu en hann kemur til leiks á nýju tímabili í toppformi.

Grealish hefur haldið sér í frábæru standi í allt sumar en hann fékk ekki að fara með enska landsliðinu á EM í Þýskalandi.

Samkvæmt Mail þá var Grealish varaður við af stjóra sínum, Pep Guardiola, að haga sér í sumar og að koma sterkari til leiks í vetur eftir vonbrigði á síðustu leiktíð.

Grealish hlustaði á þjálfara sinn og tók ummælunum vel en hann hefur verið þekktur fyrir að sleppa sér í sumarfríinu undanfarin ár.

Grealish elskar að fá sér aðeins í glas og kíkja á skemmtistaði en hefur í raun sleppt því alfarið þetta árið.

Vængmaðurinn er ákveðinn í að sanna sig fyrir bæði Englandi og Guardiola á komandi tímabili og vill spila með landsliði sínu á HM 2026.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær