fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Nafn mannsins sem lést í Tælandi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. júlí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingurinn sem fannst látinn á hótelherbergi á miðvikudag hét Guðmundur Kristinn Ásgrímsson. Hann var 54 ára gamall. Greint er frá nafni mannsins á vefmiðlinum ViralPress.

DV greindi frá því á miðvikudag að maður á sextugsaldri hefði fundist látinn á hótelherbergi í Samut Prakan, sunnan við höfuðborgina Bangkok í Tælandi. Hafði hann dvalið í um mánuð á hótelinu en pantaði ávallt og borgaði fyrir einn dag í einu.

Sjá einnig:

Íslendingur á sextugsaldri fannst látinn á hótelherbergi í Tælandi – Málið sagt dularfullt

Þegar hann kom ekki niður í afgreiðslu á sínum venjulega tíma varð starfsfólkið áhyggjufullt og ákveðið var að opna herbergið og aðgæta með hann. Þá fannst hann látinn á gólfinu við hliðina á rúminu og talið var að hann hafi verið látinn í um 6 til 12 klukkutíma.

Tælenskir miðlar hafa fjallað ítarlega um málið og þar í landi var málið sagt dularfullt. Engin ummerki um átök voru í herberginu en í því voru flöskur af áfengi. Lögreglan hefur lýst því yfir að hún telji hugsanlegt að áfengisofneysla gæti hafa valdið dauðsfallinu eða þá aðrir heilbrigðistengdir þættir. Enn þá er beðið krufningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns