fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Nafn mannsins sem lést í Tælandi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. júlí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingurinn sem fannst látinn á hótelherbergi á miðvikudag hét Guðmundur Kristinn Ásgrímsson. Hann var 54 ára gamall. Greint er frá nafni mannsins á vefmiðlinum ViralPress.

DV greindi frá því á miðvikudag að maður á sextugsaldri hefði fundist látinn á hótelherbergi í Samut Prakan, sunnan við höfuðborgina Bangkok í Tælandi. Hafði hann dvalið í um mánuð á hótelinu en pantaði ávallt og borgaði fyrir einn dag í einu.

Sjá einnig:

Íslendingur á sextugsaldri fannst látinn á hótelherbergi í Tælandi – Málið sagt dularfullt

Þegar hann kom ekki niður í afgreiðslu á sínum venjulega tíma varð starfsfólkið áhyggjufullt og ákveðið var að opna herbergið og aðgæta með hann. Þá fannst hann látinn á gólfinu við hliðina á rúminu og talið var að hann hafi verið látinn í um 6 til 12 klukkutíma.

Tælenskir miðlar hafa fjallað ítarlega um málið og þar í landi var málið sagt dularfullt. Engin ummerki um átök voru í herberginu en í því voru flöskur af áfengi. Lögreglan hefur lýst því yfir að hún telji hugsanlegt að áfengisofneysla gæti hafa valdið dauðsfallinu eða þá aðrir heilbrigðistengdir þættir. Enn þá er beðið krufningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Vesturlönd aldrei hafa verið veikari í augum Rússa

Segir Vesturlönd aldrei hafa verið veikari í augum Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli
Fréttir
Í gær

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Í gær

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Í gær

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt
Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans