fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Höskuldur brattur fyrir mikilvægan leik – „Kemur ekkert annað til greina en að keyra yfir þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur fulla trú á að liðið snúi einvígi sínu gegn Tikves í Sambandsdeildinni við á morgun. Norðurmakedónska liðið leiðir með einu marki.

Um er að ræða leik í 1. umferð undankeppninnar en Tikves vann fyrri leikinn ytra 3-2 þrátt fyrir að Blikar höfðu komist í 0-2 í leiknum.

„Mér finnst menn vera einbeittir og klárir í að svara að einhverju leyti fyrir hvernig þessi leikur úti endaði. Þó svo að frammistaðan hafi í raun verið mjög fín og þroskuð kemur ekkert annað til greina en að keyra yfir þetta á morgun með öflugri aðferð og með því að sýna okkar rétta andlit,“ sagði Höskuldur í samtali við 433.is í dag.

video
play-sharp-fill

Hann var spurður að því hvað honum fannst fara úrskeiðis er Blikar misstu niður forskot sitt í Norður-Makedóníu í síðustu viku.

„Mér fannst við bregðast illa við fyrsta markinu sem við fáum á okkur. Við vorum búnir að vera með góð tök á leiknum og með frumkvæðið, svo einhvern veginn hristir þetta fyrsta mark í okkur þó það væri ekkert í kortunum. Þeir valdeflast við það og kasta öllu fram en við missum stjórn í raun og veru, þeir nýttu sér það á einhverjum 9 mínútum sem er full mikil blæðing fyrir slæma kaflann í leiknum.“

Breiðablik fór alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra og er farið að líða vel með að spila mikilvæga Evrópuleiki.

„Það breytist ekkert að þetta er það skemmtilegasta við sumrin. Það er aðeins öðruvísi stemning og við kunnum vel við okkur í Evrópu. Við búum yfir síðasta ári og árin þar á undan. Við höfum nokkuð reglulega farið langt í þessum keppnum og auðvitað lengst síðast. Við þurfum að nýta þá reynslu,“ sagði Höskuldur.

Ítarlegt viðtal við Höskuld er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu
Hide picture