fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Þjóðverjar eru brjálaðir og vildu fá víti – Sjáðu myndbandið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. júlí 2024 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska þjóðin er brjáluð og telur að enski dómarinn hafi gert alvarleg mistök í framlengingu. Anthony Taylor dæmdi ekki vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Marc Cucurella. Atvikið kom skömmu áður en Spánn skoraði sigurmark leiksins.

Spánn er komið í undanúrslit Evrópumótsins eftir sigur á heimamönnum í Þýskalandi í framlengdum leik. Mikil dramatík var í leiknum.

Leikurinn var jafn og spennandi en Pedri miðjumaður Barcelona fór af velli snemma leiks. Virkaði hann alvarlega meiddur.

Í hans stað mætti Olmo til leiks en sá átti eftir að reynast örlagavaldur.

Olmo skoraði eina mark leiksins þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en hann skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig.

Þjóðverjar reyndu sitt besta og það gekk upp undir lok leiksins þegar Florian Wirtz jafnaði leikinn.

Það þurfti að framlengja leikinn og á 119 mínútu var það varamaðurinn, Mikel Merino sem skoraði sigurmark leiksins fyrir Spán. hann fékk fyrirgjöf inn á teig og skallaði boltann í netið.

Þetta var síðasti leikur Toni Kroos á ferlinum en hann tilkynnti fyrir mót að hann ætlaði að hætta í fótbolta eftir það. Kroos er 34 ára gamall og hefur verið einn besti miðjumaður í heimi undanfarin áratug eða svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið

Arteta vill ekkert gefa upp um sumarið
433Sport
Í gær

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?

Umbúðir á hendi Amorim vöktu athygli – Var hann að sveifla hnefanum í hálfleik?
433Sport
Í gær

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?