Þýska þjóðin er brjáluð og telur að enski dómarinn hafi gert alvarleg mistök í framlengingu. Anthony Taylor dæmdi ekki vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Marc Cucurella. Atvikið kom skömmu áður en Spánn skoraði sigurmark leiksins.
Spánn er komið í undanúrslit Evrópumótsins eftir sigur á heimamönnum í Þýskalandi í framlengdum leik. Mikil dramatík var í leiknum.
¿Es penalti de Cucurella?
¿SÍ O NO? 👀 pic.twitter.com/xiiLfHPw1K
— REAL MADRID FANS 🤍 (@AdriRM33) July 5, 2024
Leikurinn var jafn og spennandi en Pedri miðjumaður Barcelona fór af velli snemma leiks. Virkaði hann alvarlega meiddur.
Í hans stað mætti Olmo til leiks en sá átti eftir að reynast örlagavaldur.
Olmo skoraði eina mark leiksins þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en hann skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig.
Þjóðverjar reyndu sitt besta og það gekk upp undir lok leiksins þegar Florian Wirtz jafnaði leikinn.
Það þurfti að framlengja leikinn og á 119 mínútu var það varamaðurinn, Mikel Merino sem skoraði sigurmark leiksins fyrir Spán. hann fékk fyrirgjöf inn á teig og skallaði boltann í netið.
Þetta var síðasti leikur Toni Kroos á ferlinum en hann tilkynnti fyrir mót að hann ætlaði að hætta í fótbolta eftir það. Kroos er 34 ára gamall og hefur verið einn besti miðjumaður í heimi undanfarin áratug eða svo.