fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Engin niðurstaða í máli Alberts áður en félagaskiptaglugginn lokar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 12:58

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Alberts Guðmundssonvar var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en fyrirtaka í málinu verður í lok ágúst.

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur knattspyrnumanninum fyrir kynferðisbrot.

Þinghald verður lokað í málinu en fyrirtaka þess verður 26. ágúst, málið verður svo flutt eftir það.

Það er því ljóst að engin niðurstaða fæst í málið áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar í byrjun september.

Albert er leikmaður Genoa á Ítalíu en öll stærstu liðin þar í landi auk risa á Englandi höfðu sýnt honum áhuga.

Talið er að ákæran geti haft veruleg áhrif á það hvort félög festi kaup á kappanum sem átti magnað tímabil með Genoa síðasta vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar