fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hjörvar uppljóstrar því hvað gerðist á RÚV í gær – „Svo kemur Höddi Magg þarna fram og hann kallar á hann“

433
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandari sem Hjörvar Hafliðason var með á RÚV í gær varð til þess að Kristjana Arnarsdóttir gat ekki hætt að hlæja.

Það var létt yfir fólki í upphitun RÚV fyrir leik Portúgal og Slóveníu í 16-liða úrslitum EM í gær. Ljóst var að einhver verulega fyndin ummæli voru látin falla skömmu áður en kveikt var á myndavélunum.

Kristjana, sem stýrir umfjölluninni, átti erfitt með sig fyrir hlátri þegar hún var að opna þáttinn. „Ég verð að biðja ykkur afsökunar á þessu,“ sagði hún við þá Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson, sem voru með henni í setti.

Hjörvar, sjálfur Dr. Football sagði frá því í þætti sínum í dag hvað hefði gerst en Salih Heimir Porca starfsmaður RÚV kom þar við sögu.

„Þetta var ótrúlegt, málið var það þarna starfar snillingurinn Porca. Á meðan leikjum stendur er hann að kenna manni að bera fram nöfn frá Júgóslavíu, hann hafði verið með þriggja mínútna kennslu um Benjamin Sesko,“ sagði Hjörvar um málið.

„Svo kemur Höddi Magg þarna fram og hann kallar á hann ´Höddí´. Ég kalla þá á hann og segi að það sé Höddi, ekki Höddí. Ekkert fyndnara en þetta, hún byrjar að hlæja. Svo hélt þetta bara áfram.“

„Porca fannst þetta að sjálfsögðu fyndið líka, Kristjana náði sér að lokum og stóð sig frábærlega eins og alltaf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur