Stuðningsmenn enska landsliðsins fögnuðu ákaft í gær þegar liðið vann Slóvakíu í framlengdum leik í 16 liða úrslitum Evrópumótsins.
Hópur fólks var saman kominn í Newcastle að horfa á leikinn þar sem gleðin var helst til of mikil hjá sumum.
Sky News var með beina útsendingu frá Newcastle þar sem tveir stuðningsmenn enska liðsins fengu sér kókaín.
Mennirnir byrjuðu að moka í nefið á sér og virtust hafa gaman af en líklega ekki áttað sig á því að þeir væru í beinni.
Atvikið má sjá hér að neðan.
— Out Of Context Euro2024 (@NoContextEPL) June 30, 2024