fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Arnar Grétars fékk afsökunarbeiðni í kvöld -„Hvernig er hægt að útskýra það?“ spyr gáttaður Gummi Ben

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. júní 2024 22:17

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótrúleg dómgæsla leit dagsins ljós uppi á Skaga í kvöld er ÍA tók á móti Val. Dómarar sáu að sér og báðust afsökunar að sögn þjálfara Vals.

ÍA vann leikinn 3-2 en gestirnir héldu að þeir hefðu komist yfir snemma leiks þegar skot Jónatans Inga Jónssonar fór af Patrick Pedersen og í netið. Danski framherjinn var hins vegar dæmdur rangstæður en í endursýningu má sjá að dómurinn var kolrangur.

Helgi Mikael Jónasson fundaði aðeins með línuverði áður en þeir komust að þessari niðurstöðu.

„Ég sé þetta ekki en það er búið að skoða þetta og mér skilst að hann sé 2 metra frá því að vera rangstæður. Dómararnir báðust afsökunar í hálfleik. Það er svekkjandi að menn sjái þetta ekki því þetta er svo augljóst,“ sagði Arnar Grétarsson við Stöð 2 Sport eftir leik.

Þetta var tekið fyrir í Stúkunni á Stöð 2 Sport og þar voru menn gáttaðir á dómnum.

„Hvernig fá þeir þetta út? Eftir ráðstefnu ákveða það að þetta eigi ekki að standa. Hvernig er hægt að útskýra það?“ spurði Guðmundur Benediktsson.

„Þetta er glórulaus dómur og mér finnst ótrúlegt að Arnar skildi ekki froðufella yfir þessu í viðtalinu,“ sagði Albert Brynjar Ingason sem einnig var í setti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans

Grétu er þeir minntust Jota og bróður hans