fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Strax mátti sjá þennan mun á Vesturbæingum eftir að rifið var í gikkinn – „Það sem margir hafa kallað eftir“

433
Þriðjudaginn 25. júní 2024 11:30

Pálmi Rafn Pálmason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mátti sjá nokkurn mun á frammistöðu KR í fyrsta leik eftir brottrekstur Gregg Ryder úr starfi þjálfara. Liðið gerði þá jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Víkings.

Gengi KR á tímabilinu hefur verið afleitt en það var til að mynda mikið rætt hversu hátt Ryder var með lið sitt á vellinum í leikjum.

„KR gerir það sem margir hafa kallað eftir, fara neðar á völlinn. Og við sjáum að þeir fá strax frammistöðu frá Axel Óskari,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson í hlaðvarpi Íþróttavikunnar, en miðvörðurinn hefur hlotið töluverða gagnrýni á tímabilinu.

Axel Óskar.

Þá var rætt um framhaldið hjá KR, en Pálmi Rafn Pálmason stýrir liðinu til bráðabirgða.

„Pálmi kemur út eftir leik og segist vilja starfið svo það verður áhugavert að sjá hvað þeir gera. Þeir eiga tvo heimaleiki í röð á móti Fylki og Stjörnunni, tvö af þremur lélegustu útivallarliðum landsins svo þeim hugnast það væntanlega ágætlega,“ sagði Hörður Snævar Jónsson áður en Helgi tók til máls á ný.

„Við gætum séð alvöru „new manager bounce“ í nokkra leiki. Þetta eru tveir álitlegir leikir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Van Dijk útilokar ekki að fleiri séu á leiðinni

Van Dijk útilokar ekki að fleiri séu á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Setur pressu á stjórann að vinna þrennuna á næsta tímabili – ,,Stefnum ekki á að enda í þriðja sæti“

Setur pressu á stjórann að vinna þrennuna á næsta tímabili – ,,Stefnum ekki á að enda í þriðja sæti“
433Sport
Í gær

Keypti tösku sem kostar 54 milljónir til að dekra við kærustuna – Sjáðu myndina

Keypti tösku sem kostar 54 milljónir til að dekra við kærustuna – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Fékk sér húðflúr til minningar um Jota eftir bílslysið hræðilega

Fékk sér húðflúr til minningar um Jota eftir bílslysið hræðilega
433Sport
Í gær

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni