fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Sturluð dramatík þegar Ítalir hentu Króötum úr leik – Tíu breytingar hjá Spáni skiptu engu máli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. júní 2024 20:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Króatar voru nokkrum sekúndum frá því að tryggja sig áfram í 16 liða úrslit Evrópumótsins en mark á 98 mínútu varð til þess að liðið er úr leik.

Króatar og Ítalía áttust við í hörkuleik sem endaði 1-1.

Mikil dramatík var í kringum mark Króatíu en liðið fékk vítaspyrnu sem Luka Modric klikkaði á. Þeir unnu hins vegar boltann.

Eftir að hafa spilað honum á milli sín kom fyrirgjöf sem Luka Modric tókst að komast á og koma boltanum í netið. Aðeins örfáum sekúndum eftir að hafa klikkað á vítinu.

Það var svo komið á 98 mínútu þegar Mattia Zaccagni smellti boltanum í netið og tryggði Ítalíu áfram. Ótrúleg dramatík en um var að ræða síðustu mínútu í uppbótartíma.

Þeir enda með fjögur stig en Króatar aðeins tvö stig og eru úr leik.

Í hinum leiknum mættust Spánn og Albanía þar sem Spánverjar gerðu tíu breytingar á byrjunarliði sínu.

Ferran Torres skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og þar við sat. Spánverjar vinna riðilinn með fullt hús stiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar