Þýskaland endar í efsta sæti riðils A eftir leik við Sviss í lokaumferð þess riðils í kvöld.
Niclas Fullkrug sá um að tryggja Þýskalandi toppsætið en hann kom inná sem varamaður í seinni hálfleik.
Dan Ndoye kom Sviss yfir með fínu marki í fyrri hálfleik og var staðan lengi 1-0 fyrir gestunum.
Fullkrug skoraði hins vegar gott skallamark sem tryggði Þýskalandi stig og endar Þýskaland í efsta sæti með sjö stig og Sviss í öðru sæti með fimm.
Ungverjaland klárar riðilinn í þriðja sæti með þrjú stig eftir dramatískan sigur á Skotlandi.
Kevin Csoboth skoraði eina markið á 100. mínútu en tíu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma.
Sviss 1 – 1 Þýskaland
1-0 Dan Ndoye(’28)
1-1 Niclas Fullkrug(’76)
Skotland 0 – 1 Ungverjaland
0-1 Kevin Csoboth(‘100)