Pabbi sóknarmannsins Leandro Trossard sem leikur með Arsenal er enginn aðdáandi Domenico Tedesco.
Tedesco er nafn sem margir eru farnir að þekkja en hann er landsliðsþjálfari Belgíu á EM í Þýskalandi.
Pabbi Trossard, Peter, hefur litla sem enga trú á Tedesco en Belgía vann 2-0 sigur á Rúmeníu í gær eftir óvænt tap gegn Slóvakíu í fyrstu umferð.
,,Ég tel að Tedesco sé ekki góður þjálfari fyrir belgíska landsliðið,“ sagði pabbinn við De Morgen.
,,Hann er þó ekki jafn þrjóskur og Roberto Martinez. Leandro fær gagnrýni en hann er færður úr þessari stöðu í hina.“
,,Með því þá færðu engan stöðugleika í þinn leik.“