Það er óhætt að segja það að kærasta Cristiano Ronaldo hafi vakið verulega athygli í stúkunni í Þýskalandi í gær.
Um er að ræða hina stórkostlegu Georgina Rodriguez en hún hefur verið í sambandi með Ronaldo í þónokkur ár.
Georgina var mætt í stúkuna í gær og sá kærasta sinn og barnföður Ronaldo leggja upp mark í 3-0 sigri á Tyrkjum.
Ronaldo er leikmaður Portúgals og er 39 ára gamall og er líklega að spila á sínu síðasta stórmóti sem leikmaður.
Georgina var stórglæsileg í stúkunni og fangaði athygli ljósmyndara en hún var þar ásamt elsta syni Ronaldo.
Myndir af henni í stúkunni má sjá hér.