fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Er innilega ósammála ákvörðun KR – „Alltaf pressa og ekki oft innistæða fyrir henni“

433
Laugardaginn 22. júní 2024 07:00

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

video
play-sharp-fill

Þær fréttir bárust á dögunum að búið væri að reka Gregg Ryder frá KR. Pálmi Rafn Pálmason, sem var aðstoðarmaður hans, mun stýra liðinu gegn Víkingi í kvöld.

„Mér finnst þetta bara ekki rétt út frá því hvað er að koma inn. Ég er ekkert viss um að þetta sé betra. Ég myndi skilja þetta ef Óskar (Hrafn Þorvaldsson) væri að koma inn. Ég held það hefði verið allt í lagi að gefa Gregg meiri tíma. En þið vitið hvernig KR virkar, það er alltaf pressa og ekki oft innistæða fyrir henni.“

Adam segir þetta hafa komið sér nokkuð á óvart.

„Já, í raun og veru. Mér fannst þeir tala í byrjun eins og þetta væri verkefni sem tæki tíma og hann sagði meira að segja sjálfur að þetta myndi taka tíma. Hann er líka alveg með þokkalega breytt lið. En jú jú, fótbolti er úrslitabransi.“

Adam spilaði með Val gegn KR í mögnuðum leik á dögunum. Lauk honum með 3-5 sigri þeirra rauðklæddu.

„Þeir voru svolítið opnir til baka. Þegar þetta trekk í trekk þarftu að gera ráðstafanir. En þetta er stíll sem þeir eru að prófa áfram og það er allt í lagi. Það eru auðvitað allir að stefna að titlinum en það má líka reyna að byggja einhvern stíl. Það tók Breiðablik og Víking nokkur ár að móta það sem þau eru komin í núna,“ sagði Adam.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar
433Sport
Í gær

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Í gær

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
Hide picture