fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Vinur Óskars Hrafns sér hann ekki taka við KR – Segir flökkusögu langt frá sannleikanum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. júní 2024 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson samstarfsmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar á RÚV sér hann ekki taka við KR-liðinu á næstunni. Óskar er mikið orðaður við starfið.

Óskar hætti hjá Haugesund á dögunum og hafa verið sögur á kreiki um að hann vilji fá allar greiðslur frá Noregi áður en hann fer í nýtt starf og þá mögulega starfið hjá KR sem þjálfari.

Gunnar sem hefur verið í góðu sambandi við Óskar í mörg ár segir það af og frá. „Þetta hefur ekkert með neinn uppsagnarfrest hjá Haugesund að gera, ég sé ekki Óskar Hrafn taka við þessu KR-liði eins og staðan er núna,“ sagði Gunnar en þeir félagar hafa slegið í gegn á RÚV yfir Evrópumótinu.

Hann segir að metnaður Óskars liggi í því að þjálfa erlendis en uppsögn hans hjá Haugesund eftir nokkra leiki vakti mikla athygli.

Gunnar sér Óskar ekki taka við KR í haust. „Nei, ekki eins og staðan er núna. Miðað við það sem maður heyrir þá hefur Óskar áhuga á að þjálfa erlendis.“

Gregg Ryder var rekinn frá KR í fyrradag en Pálmi Rafn Pálmason stýrir liðinu tímabundið á meðan stjórn KR ræður ráðum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza