Manchester United hefur hvatt Everton til þess að skella raunhæfari verðmiða á Jarrad Branthwaite. Mirror segir frá.
Miðvörðurinn ungi átti frábært tímabil með Everton í vetur og er sterklega orðaður burt, þá aðallega við United.
Fyrsta tilboði United upp á 35 milljónir punda og 8 milljónir punda síðar meir var hafnað um hæl af Everton.
Talið er að Everton vilji um 70 milljónir punda fyrir Branthwaite, en United telur þann verðmiða óraunhæfan og vill sjá Everton lækka hann.